það er komin vetur með öllu tilheyrandi og bráðum meira að segja jólunum... það er bara eitthvað svo rómantískt við allan þennan snjó, þegar hann fellur rólega til jörðu, mig bara langaði að fara í göngutúr með kakó to-go, soja að sjálfsögðu.
Miss.Match skaut upp kollinum í dag og hringdi eitt lítið sætt símtal fyrir einn sætan strák þar sem talað var um eina sæta stelpu....og hvað?! haha! plottið er farið af stað og svo bíð ég bara spennt eftir morgundeginum..hvað ætli sæta stelpan geri? spennandi.... ég minni enn á að ég er með sætar stelpur og stráka á skránni minni ef einhvern vantar smá aðstoð á þessu sviði... bara eitt lítið símtal og áður en þú veist ertu komin á deit! hey vá var að gera uppgvötun fyrir einn lítinn strák er kenndur er við gígju...hmmm...afhverju datt mér þetta ekki fyrr í hug.... vá, hrindi þessu í framkvæmd á næstu dögum.
i ve been afraid of changes cause i built my life around you....
takk fyrir hugulsemi í minn garð í fyrri kommentum, ég held að umtalaður lesi bloggið mitt þar sem hann varð vandræðalegur í morgun og heilsaði mér ekki, oh well.....
ég er svo sem ekkert á slæmum stað þannig ég held ég lifi...
if u see my reflection on the snow covered hills...
frænka filmundurs skaut einnig upp kollinum á sunnudagin er ég og Arna fórum í bíó á THe forgotten. Þið sem ætlið að sjá hana megið öll gera mér greiða og leggja persónulega inn á mig 850 kr sem er bíógjaldið og svo 400 kr í nammikostnað, =1250 kr. Þessi mynd er bara rugl! Hún nefnilega stefndi í góða hluti, sálfræðilegar pælingar um minnið og hvernig hægt er að fokka í því og svo hversu sterk móðurástin er . Áður en ég vissi af var ég komin í miðjan X files þátt nema það bara vantaði Mulder og Scully og skemmtilega lagið... Já bonafide geimveru mynd gott fólk, í ruglinu. Mér brá reyndar nokkrum sinnum við miður góðar undirtektar sessunautar míns... reflexis, what can I say?
í kvöld eftir mikinn lærdóm á þjóðó tókum við svo Mean girls. Ég verð bara að segja að ég hef mjög gaman af svona ditsy stelpu myndum og mér fannst þessi bara mjög fín, fine family fun, 2 enthusiastic thumbs up.
Verð að játa að ég var alger beygla í grunnskóla, nema 9.bekk þegar ég var nýja stelpan, en þá var ég svona úti í horni týpan sem allir höfðu einhverja kjaftasögu um en engin í raun og veru þekkti..ahhh...þetta lúk var ég með í svona mánuð, kannski 2 áður en ég var komin inn í allt slúðrið,með sætan strák upp arminn og fínar einkunnir.... en já alger grunnskóla beygla en svo ljúf sem lamb í dag, ég meira að segja átti bleikan magabol.... þetta er satt.
nóg um fyrri tíð. Ég hef fengið mörg klippingar hár hrós, jey fyrir því, allir á Supernova og vera brúnir og vel klipptir fyrir jólin..
jólin smólin, hlakka til að borða góðan mat, vera í faðmi fjölskyldunnar, hitta vini frá útlöndum og njóta skólaleysis...
ég verð í prófa rugli næsta mánuðinn en mun taka mér pásu til að fagna fæðingu minni og kannski nokkurra annarra en mikið meira verður það ekki...sé allavega ekki fram á það, er víst svoldið léleg í að reikna líkindi hinna og þessa hluta þannig að segjum bara að líkurnar séu litlar á djammandi skemmtilegu siggu.
stefni á að skreyta Maru á fimmtudaginn..heyrði jólalög í vinnuni í gær, mér finnst það of snemmt, ætti að vera lög gegn því fyrir 1.des...
ég hlakka samt svoldið til að gera fara yfir og gera upp árið, það er uppáhaldið mitt fyrir 1.jan þar sem ég fer ekki á nýársfögnuð...þetta ár hefur nefnilega verið mjög viðburðarríkt og ég man væntingarnar fyrir það..svo er líka svo gaman að gera spá fyrir næst ár, missi mig alveg í þessum pælingum.
nú fer ég að kúra og hætta að drekkja ykkur í pælingum.... kiss kiss og knús...
love u all a little bit
siggs
miðvikudagur, nóvember 17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli